POST-TEXTIONS: Benni

Benni fékk hjálp frá Eyrúnu við þessa mynd.

„Nei fokkoff“

– Ásthildur frænka, full í fimmtugsafmæli 2017

Það vita ekki allir hver hann er, en þeir sem vita það, vitaða vel. Hann fæddist 11. Janúar árið 2002 og situr nú fyrir svörum. Tónlist, myndlist, lyktarlist? Við vildum fá svör. Hér í fyrsta sinn tekur hann ábyrgð á gjörðum sínum. Benni Benn Benn gjörið svo vel.

Hvað heitiru? Hvaða fornöfn notaru og hvað ertu að spá? 

Benedikt Lokbrá mér er alveg sama um fornöfn því kyn er ógeslega púkó en þúst flestir segja hann.

Við báðum Benna um að teikna fyrir okkur mynd af heimskasta dýri sem hann gæti ímyndað sér. Sjáið nú:

Hver er næstbesta hljómsveit Íslands?

Sideproject

Ef að Adam og Eva (úr biblíunni) væru saman í hljómsveit, hvernig tónlist myndu þau spila?

Hljómsveit Adams og Evu gera acoustic industrial post punk tekknó með þjóðlaga ívafi.

Næst báðum við Benna um að spurja okkur spurningar. Þetta er það sem hann vildi fá að vita:

Benni: Hvernig stendur á því að íslendingar fjárfestu ekki í betri skóm í gamladaga? Sauðskinnsskór eru lélegir og ekki gerðir fyrir íslenskt veður. Maður hefði haldið að góðir skór kæmu á undan flestu.

Það er lítt vitað um sögu Íslands að hér áður fyrr ríkti eina og síðasta konungsríki kindana, eða Sauða. Menn voru í þá daga bundnir þrældóm og látnir lúta fyrir vilja Hrútabaróna og Gærumæra. Í þá daga fengu menn að staðaldri ekki að klæðast skóklæðum en eftir Jarmákvæðisuppreisnina 1269 var borðunum snúi og menn kepptust og léku sér að því að útfæra skóklæðnað úr holdi fyrrum kúgara sinna. Þessi atburður lifir í algleymingi í málshættinum:

„Hani, krummi, hundur, svín, drepa kindur, drekka vín.”

-Hákon Kjammi f.1234 – d.1290

Ertu með eitthvað skemmtilegt trivia?

Ég er reiprennandi í Esperanto (næstum) og var að breyta nafninu mínu í Benedikt Lokbrá Ingólfsbur.

Hvað gerðir þú síðast sem er bannað?

Stal garni úr rúmfatalagernum fyrir teppi fyrir nýfæddan litlafrænda minn.

Fylltu í eyðuna: Drepa alla …..

faŝistoj!!!! (fasistar á esperanto).

Tónlist. Hvað er málið með hana?

Tónlist sökkar. Ég hlusta bara á lækina, fuglana og litlu maríuhænurnar (þegar þær hafa eitthvað að segja þ.e.a.s).

Farðu inná YouTube. Hvað er undarlegasta vídeóið sem er í recommended?

Án djóks sally cruikshank algjört legend.

Hvernig tónlist geriru?

Fokked sjitt því ég hata eyrun þín. Tromur eins og bakki að detta niður stiga, saungur eins og frekjukast óperu saungkonu og melódíur með tilviljunarkenndum tónum eins og barn að blístra.

Í hverju ertu að vinna í augnablikinu?

Of miklu haha, en ég er að stefna á að gefa út litla beibí EP í sumar.

Við þökkum Benna fyrir að svara spurningum okkar hreinskilningslega. Vonum að það sé pláss á himnum fyrir hann. Insta handfangið hans er @_benni_inneb_ og þar er hægt að fylgjast með hvað hann er að flippa og sprella, hlusta á klippur af lögum og skoða fallega myndlist.

Að lokum vill benni koma þessum skilaboðum til skila:

shoutout á alla fótablætismenn í áhorfendasalnum

– Benni

viðtalið sömdu tvö bestu eintök p-d

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *