„Áslaug Arna opnar Hot Topic á Íslandi“
Hvað heitið þið, hver eru fornöfnin ykkar, og hvað eruð þið að pæla?
Hallmar Gauti Halldórsson. Hann. Er að pæla í sick riffs og Entombed.
Hrafnsunna. Hín/hún. Slím.
Kristján Alexander Reiners Friðriksson. Hann. Er að pæla í Fender Evangelion telecasternum.
Øgmundur. Ég nota mest hann en öll fornöfn eru tekin gild. Joni Mitchell.
Hvað hafa verið uppáhalds tónleikarnir ykkar hingað til?
Þegar við spiluðum á Egilsstöðum, fullt af túristum og biluð stemning. Líka þegar við spiluðum á Dillon með Forgarði Helvítis.
Hvernig hefur tónlist breytt ykkur?
Hrafnsunna: Gerði mig meira sad.
Hallmar: Fokking öllu.
Kristján: Fékk mér hanakamb og reif kjaft. Pönk og hardkor hefur mótað að miklu leyti hvernig ég hugsa.
Øgmundur: Tónlist breytti mér í pretentious asshole en svo varð ég allt í lagi.
Hversu mörgum? (opin spurning)
Öllum nema einum.
Hverju finnst ykkur að megi breyta í grasrótarmenningu í reykjavík?
Fleiri venjú. Fleiri Ægirar.
Hver er framtíð Kolaportsins?
Gentrified rusl.
Hvort finnst ykkur betra að spila fyrir stóran eða lítin hóp?
Alveg sama, skiptir aðallega máli hvort það sé gírun í hópnum.
Eruð þið með eða á móti sokkum? Af hverju?
Með. Nema þegar maður pissar óvart á þá.
!!!TEIKNIPROMPT!!!
Teikniði mynd af ideal foreldri ykkar
!!!Cool Check!!!
Ef að þið ættuð þrjár óskir en nafnið Áslaug Arna þyrfti að koma fyrir í öllum þeirra, hverjar væru þær?
1. Áslaug Arna leggur niður ÚTL.
2. Áslaug Arna gefur okkur allan peninginn sinn.
3. Áslaug Arna opnar Hot Topic á Íslandi.
Hvað eruð þið búin að vera að hlusta á seinasta mánuðinn?
Hallmar: Versalife og The Secret
Øgmundur: Green Day og Joni Mitchell
Hrafnsunna: Paleo Wolf og Ugasanie
Kristján: Entombed og Julien Baker
Hvað er næst uppáhalds hljómsveitin ykkar?
Hallmar: Clark
Hrafnsunna: Nightwish (bara Tarja stöffið)
Kristján: Bane
Øgmundur: At the Drive In
Hafið þið séð eitthvað fyndið á netinu nýlega? setjið link og/eða lýsið því
Onion.
Og að lokum, hvar er hægt að finna tónlistina og stöffið ykkar?
Uppí rassgatinu á þér.
kær kveðja, tvö bestu eintök post-dreifingar